Færsluflokkur: Bloggar

Þrettándinn

Í dag er þrettándinn, lokadagur jólanna. Ég er nú svoleiðis gerð að mér finnst gaman að skreyta hjá mér um jólin og vil hafa jólaskrautið sem lengst. Samt hef ég haldið mig við að ekkert jólaskraut eða jólatónlist er á mínu heimili fyrr en fyrsta dag í aðventu. Ég er svo að smábæta við fram að Þorláksmessu. En mér dettur ekki í hug að taka upp þann sið að byrja að rífa allt niður fyrir þrettándann eins og svo margir gera, jóladagarnir eru þrettán og það á að halda þá alla. Svo má skrautið smásaman fara ofan í kassa. Ef fólk vill ekki hafa skrautið uppi svona marga daga, og rífur það niður fyrir þrettándann getur það bara byrjað að skreyta seinna. Ég aftur á móti hef tekið upp erlenda siði í að skreyta snemma og held í íslenska siðinn að taka seint niður.

Gleðileg jól, þau eru ennþá.


Sendum þeim jólakort

Ég vil ítreka þá hugmynd mína að við Íslendingar veljum okkur einhverja fjölskyldu í Færeyjum og sendum þeim jólakort frá fjölskyldum okkar með þökkum fyrir aðstoðina. Þeir hljóta að hafa einhverja símaskrá á netinu þar sem finna má heimilisföng.
mbl.is Austlendingar þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband