Færsluflokkur: Dægurmál

Frændur okkar Færeyingar

Mikið eru nú frændur okkar í Færeyjum elskulegir. Ég legg til að við veljum okkur einhverja Færeyinga og sendum jólakort með þökkum. Veit reyndar ekki alveg hvernig við ættum að velja þá, það hlýtur að vera til íbúatal eða símaskrá þar sem finna má nöfn og heimilisföng. Ef þó ekki væru nema 10% Íslendinga sem gerðu þetta ætti hver fjölskylda að fá að minnsta kosti eitt jólakort með þakklætiskveðju.


Fyrsti snjórinn

Gaman, gaman.

Það er alltaf gaman þegar fyrsti snjórinn kemur, sérstaklega þegar hann kemur í góðu veðri og er svona hentugur í snjóboltagerð og jafnvel í að gera snjókarla.

Reyndar fylgdi honum ansi mikil hálka, ég er ekki búin að skipta yfir í vetrardekkin, en þetta hafðist með því að keyra varlega. Mikið verð ég fegin að fá naglana undir, annað dugir ekki hér. Það verður bara að hafa það þó ég verði stöðvuð í Reykjavíkurhreppi.


Nýting á handavinnu

Nú er um að gera að taka fram alla handavinnuna sem aldrei hefur verið kláruð og gera úr henni jólagjafir. Ég var í kvöld ásamt öðrum myndarlegum konum að njóta rólegheitasamveru þar sem við saumuðum, prjónuðum, máluðum, gerðum jólakort og fleira, allt úr einhverju sem legið hefur um langan tíma óhreyft. Reyndar fengum við okkur líka köku og nammi, en einvörðungu til að ná upp orku í alla handavinnuna. Eitthvað var líka talað, en ekkert um kreppu og svoleiðis.

Reyndar á samstarfsmaður minn í miklum vandræðum núna þar sem við höfum verið beðin um að halda öllu krepputali frá nemendum. Hann er að reyna að finna nýtt orð til að kalla af bakkanum þegar hann er að kenna sund, nú getur hann ekki galað KREPPA þegar þau eiga að taka sundtökin.


Nýstofnað rafraus

Nú hef ég komið mér upp síðu fyrir rafraus eins og séra Pétur kallar það.Grin Ég veit samt ekki hversu dugleg ég verð við að skrifa hér inn, lofa samt að gera minna af því en hann bróðir minn. Grin

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband