Nýting á handavinnu

Nú er um að gera að taka fram alla handavinnuna sem aldrei hefur verið kláruð og gera úr henni jólagjafir. Ég var í kvöld ásamt öðrum myndarlegum konum að njóta rólegheitasamveru þar sem við saumuðum, prjónuðum, máluðum, gerðum jólakort og fleira, allt úr einhverju sem legið hefur um langan tíma óhreyft. Reyndar fengum við okkur líka köku og nammi, en einvörðungu til að ná upp orku í alla handavinnuna. Eitthvað var líka talað, en ekkert um kreppu og svoleiðis.

Reyndar á samstarfsmaður minn í miklum vandræðum núna þar sem við höfum verið beðin um að halda öllu krepputali frá nemendum. Hann er að reyna að finna nýtt orð til að kalla af bakkanum þegar hann er að kenna sund, nú getur hann ekki galað KREPPA þegar þau eiga að taka sundtökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband