Snjórinn farinn af stað

Mikið var nú gaman að ganga heim út vinnunni áðan, orðið myrkt og skafrenningur, ekta vetrartilfinning. Þá er nú gott að búa svo vel að eiga jakka úr ekta íslensku lambaskinni, vera með lopavettlinga og vita að heima er heitt. Jarðhitann geta þeir ekki tekið af okkur þessir í útlandinu, sérstaklega þegar eigendur hitaveitunnar eru íbúarnir í næstu húsum og ekki hætta á að þeir loki fyrir þó svo fari ef til vill að ég geti ekki greitt reikninginn.

Nú eru allir farnir að spara svo ég settist niður og leysti garnflækjur til að prjóna úr í stað þess að henda hrúgunni og kaupa nýtt. Þetta er einstaklega róandi starf, sit bara og hlusta á skemmtilegar hljóðbækur, núna er ég að hlusta á gamla uppfærslu á Skugga-Sveini sem ég fékk á bókasafni. Allt betra en að hlusta á úrvarpið. Hvet fólk til að fara á bókasafn og fá lánaðar bækur til að hlusta á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband