Sendum þeim jólakort

Ég vil ítreka þá hugmynd mína að við Íslendingar veljum okkur einhverja fjölskyldu í Færeyjum og sendum þeim jólakort frá fjölskyldum okkar með þökkum fyrir aðstoðina. Þeir hljóta að hafa einhverja símaskrá á netinu þar sem finna má heimilisföng.
mbl.is Austlendingar þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Sammála höldum þessari hugmynd á lofti.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Jens Guð

  Frábær hugmynd.  Það er hægt að finna nöfn og heimilisföng í www.nr.fo.  Það þarf bara að skrifa í leitina eitthvað algengt nafn,  til dæmis Jens.  Þá kemur upp listi yfir alla símaeigendur í Færeyjum sem heita Jens.  Margir heita tveimur og/eða eru með ættarnafn.  Þannig er hægt að finna fleiri nöfn.

  Ég var líka með aðra hugmynd:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/704078/

Jens Guð, 8.11.2008 kl. 20:11

3 identicon

Frábær hugmynd! Best væri auðvitað ef einhver gæti haldið utan um þetta og skipulagt þetta svo að allir fengju að minnsta kosti einn kort.

eða hvað eru þeir annars margir?

Axel (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:55

4 Smámynd: Jens Guð

  Þetta þarf ekki að vera flókið.  Færeysk heimili eru um 12 þúsund.  Þau eru nánast öll með símanúmer.  Oftast er heimilisfaðirinn skráður fyrir símanúmerinu. Færeyingar eru alls 48 þúsund.  Muna bara að skrifa Föroyar á eftir heimilisfanginu.  Og byrja strax í dag að sendja jólakort.  Færeyingar eru mjög mikið fyrir jólahald og jólakort.  Langt umfram okkur Íslendinga.  Þetta hittir í mark.

Jens Guð, 9.11.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband