Færsluflokkur: Dægurmál
10.10.2009 | 19:36
Ekki nema von.
Það er nú ekki nema von að læðan gangist við chiuahua hvolpi, mér hefur nefnilega alltaf þótt þeir vera eins og kettlingar. Þetta hefði ekki gengið til dæmis með Sankti Bernharðhvolp.
Það er gaman að sjá svona fréttir inn á milli.
Læða gengur hvolpi í móðurstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2009 | 07:39
Gaman að sjá jákvæðar fréttir.
Það er gaman að sjá svona jákvæðar fréttir. Ég er alveg viss um að ég vildi fá svona einkaþjón lánaðan þegar ég heimsæki söfn, sem ég geri oft. Einnig er það spennandi möguleiki að hafa þjóninn með á ferðalögum.
Samt held ég að ekkert komi í staðinn fyrir skemmtilega leiðsögumenn, ég nefni til dæmis þá upplifun að fylgja Þórði í Skógum eftir í gegnum safnið.
Rafrænn einkaþjónn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2009 | 12:06
Hnappadalur ekki Mýrar.
Tilfærsla staða enn einu sinni. Snorrastaðir eru í Hnappadal, ekki á Mýrum. Reyndar hefur það aukist að staðir á Vesturlandi hafi verið færðir til, núna er nefnilega búið að færa marga staði á Mýrum og Hnappadal yfir í Borgarfjörð vegna þess að fólk setur allt sveitarfélagið Borgarbyggð undir Borgarfjörð.
Ég vil halda gömlu nöfnunum á svæðum þó að sveitafélög sameinist, Hnappadalur, Mýrar, Norðurárdalur, Þverárhlíð, þetta eru allt svæði með nafn sem verður að halda í notkun þó að þau séu í sama sveitarfélagi.
Stal bíl og hjólhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2009 | 20:01
Nú er það ljóst.
Nú er það ljóst að ég er á móti Evrópusambandinu. Það að banna innflutning á selaafurðum gerir það að verkum að fjöldi inúíta sem hafa selt afurðir sínar ferðamönnum missa nú þann markað. Mikil vinna hefur verið lögð í að hanna gripi sem henta sem minjagripir. Ég á meðal annar veski frá Austur Grænlandi úr selskinni sem er alveg meiriháttar, sonur minn á æðislega húfu úr selskinni og hundaskinni sem reyndar hefur verið bannað áður í Evrópu, má vera úr villtum kanadískum úlfum og refum. Einnig er tölvutaskan min sú flottasta, úr selskinni frá suður Grænlandi. Af þessu má ráða að ég yrði handtekin við komuna til Evrópusambandslanda sem glæpamaður vegna þess að ég vil styrkja byggð á þeim svæðum sem fólk reynir að lifa af landsins gæðum. Það sem kallað er verksmiðjuveiðar hafa reyndar tíðkast og ég aðhyllist þær ekki, en það má ekki leggja líf þeirra sem lifa í nokkurri sátt við náttúruna í rúst nóg hafa inúítar á Grænlandi og í Kanada mátt þola þegar breytingar á lífsháttum þeirra hafa orðið vegna hugsunarleysis annarra.
Ég held að sumt fólk sé komið úr tengslum við náttúruna í leit sinni að því að vera náttúruverndarsinnar, alveg eins og um árið þegar fræg leikkona lét taka mynd af sér með uppstoppuðum kópi.
Banna innflutning selaafurða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 09:30
Grænlendingar eiga Norðurpólinn!
Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að tala um að Grænlendinga en ekki Dani í fyrirsögn, og svo sé tekið fram að danska ríkið geti gert kröfuna fyrir hönd Grænlendinga, ekki að það séu Danir. Þetta er svona sjálfstæðisbaráttuáhersla, alveg eins og þegar Íslendingar vildu halda fram að Snorri Sturluson væri Íslendingur en ekki Norðmaður eða síðar Dani vegna yfirráða konunga þessara landa yfir Íslandi.
En ef til vill er þetta bara tuð í mér.
Norðurpóllinn í eigu Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 09:43
Sannast hið fornkveðna
Óhreinindin eru holl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 20:43
"Þar eru skjólur til að mjólka í "
Ég verð nú að segja að ég held að það hljóti að vera til annað orð en skjóla um þetta, enda hef ég stundum notað gamla orðið skupla þó það eigi við klúta sem bundnir eru um höfuðið.
Þegiðu stelpa þú færð enga rós
snautaðu með henni Gunnu út í fjós
þar eru kálfar og þar eru kýr
þar eru skjólur til að mjólka í
Þessa vísu söng hann faðir minn oft fyrir mig og þó að búið sé að nútímavæða hana í leikskólunum í dag þá er mér enn tamt að tala um skjólur þegar ég er með stafaílátið skjólu það er að segja "fötur" gerðar úr tré.
Höfuðfatið heitir skjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 08:37
Obama fékk fleiri orð til að endurtaka en Bush.
Obama sór embættiseið aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 19:31
Sendum þeim jólakort
Austlendingar þakka Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2008 | 17:12
Björgunarkall
Þyrla sótti rjúpnaskyttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)