Færsluflokkur: Matur og drykkur

Íslensk, já takk

Þarna sannast það sem ég hef alltaf haldið fram, íslenskt kjöt er öruggast, það sem finnst í því er eitthvað sem við og líkami okkar þekkjum.

Ég hef lengi verið í vafa þegar ég hef keypt svínakjöt, leitað vel og lengi að merkingum hvort um íslenska vöru væri að ræða og oft hætt við vegna þess að ég hef ekki fengið staðfestinu á því hjá starfsmönnum þeirra verslana sem um ræðir hverju sinni. Ég þekki nokkuð til bænda af ýmsum stærðum og gerðum, sem eru með öll þau húsdýr sem fyrirfinnast á landinu og veit því að varúðarráðstafanir vegna hreinlætis og smithættu í svínabúum er til mikils sóma.

Ég er ekki að segja þar með að írskir bændur standi sig ekki, en það er nú svo að það sem við þekkjum er það sem við getum tjáð okkur um, hitt eru bara getgátur.

Ég hef alltaf lifað eftir ráðinu Veljum íslenskt svo framarlega sem ég hef haft val.


mbl.is Funda vegna írsks svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband