7.12.2008 | 12:55
Íslensk, já takk
Þarna sannast það sem ég hef alltaf haldið fram, íslenskt kjöt er öruggast, það sem finnst í því er eitthvað sem við og líkami okkar þekkjum.
Ég hef lengi verið í vafa þegar ég hef keypt svínakjöt, leitað vel og lengi að merkingum hvort um íslenska vöru væri að ræða og oft hætt við vegna þess að ég hef ekki fengið staðfestinu á því hjá starfsmönnum þeirra verslana sem um ræðir hverju sinni. Ég þekki nokkuð til bænda af ýmsum stærðum og gerðum, sem eru með öll þau húsdýr sem fyrirfinnast á landinu og veit því að varúðarráðstafanir vegna hreinlætis og smithættu í svínabúum er til mikils sóma.
Ég er ekki að segja þar með að írskir bændur standi sig ekki, en það er nú svo að það sem við þekkjum er það sem við getum tjáð okkur um, hitt eru bara getgátur.
Ég hef alltaf lifað eftir ráðinu Veljum íslenskt svo framarlega sem ég hef haft val.
Funda vegna írsks svínakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
það er allt gott og gilt sem þú segir, en íslensk svín þurfa líka fóður, og alþjóðavæðingin færir íslenskum bændum ódýrt, en kannski eitrað fóður, rétt eins og írunum.
Lambið er öruggast, það fæðir sig mestmegnis sjálft í náttúrunni, tiltölulega fjarri eiturbyrlurum og græðgispúkum á öllum stigum (sbr melamin, msg, aspartam osfrv.).
molta, 7.12.2008 kl. 13:01
ps - eftir stutta athugun, þá held ég að maður verði að spyrja hvort lýsi hf fylgist með magni díoxins (eitrið sem svínin eru menguð af) í lýsisafurðum sínum. Langhæsta mæligildi dioxins er í "fish oil" frá evrópu, sjá hér.
molta, 7.12.2008 kl. 13:12
verðum þá að taka upp fóðurgerð hér á landi og nýta mjölið til innlendra notkunar sem fæst frá uppsjávarfiskunum. einnig mæti nýta afgangs afurðir af hval í bræðslu til sömu notkunar. við getum þá fylgst með öllu saman hérna heima og verið örugg með okkar mat.
Fannar frá Rifi, 7.12.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.