22.1.2009 | 20:43
"Þar eru skjólur til að mjólka í "
Ég verð nú að segja að ég held að það hljóti að vera til annað orð en skjóla um þetta, enda hef ég stundum notað gamla orðið skupla þó það eigi við klúta sem bundnir eru um höfuðið.
Þegiðu stelpa þú færð enga rós
snautaðu með henni Gunnu út í fjós
þar eru kálfar og þar eru kýr
þar eru skjólur til að mjólka í
Þessa vísu söng hann faðir minn oft fyrir mig og þó að búið sé að nútímavæða hana í leikskólunum í dag þá er mér enn tamt að tala um skjólur þegar ég er með stafaílátið skjólu það er að segja "fötur" gerðar úr tré.
Höfuðfatið heitir skjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Þóra.Ég er þér alveg sammála skjóla er ekki höfuðfat.Skjóla =fata, gjarnan úr málmi hver man ekki eftir hvítu emeleruðu skjólunum sem gjarnan var mjólkað í.
málfriður ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:21
Mig langar að benda á að upphaflega var orðið "sími" eingöngu notað yfir "þráð" en fékk síðar merkinguna sem það hefur í dag. Mér finnst í góðu lagi að "orðið" skjóla fái nú einnig aukamerkingu og fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég gleðst verulega ef okkur tekst að eyða því úr okkar máli að kalla þessa klúti "buff" enda finnst mér það alveg einstaklega leiðinleg málnotkun.
Sigurrós (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.