Nú er það ljóst.

Nú er það ljóst að ég er á móti Evrópusambandinu. Það að banna innflutning á selaafurðum gerir það að verkum að fjöldi inúíta sem hafa selt afurðir sínar ferðamönnum missa nú þann markað. Mikil vinna hefur verið lögð í að hanna gripi sem henta sem minjagripir. Ég á meðal annar veski frá Austur Grænlandi úr selskinni sem er alveg meiriháttar, sonur minn á æðislega húfu úr selskinni og hundaskinni sem reyndar hefur verið bannað áður í Evrópu, má vera úr villtum kanadískum úlfum og refum. Einnig er tölvutaskan min sú flottasta, úr selskinni frá suður Grænlandi. Af þessu má ráða að ég yrði handtekin við komuna til Evrópusambandslanda sem glæpamaður vegna þess að ég vil styrkja byggð á þeim svæðum sem fólk reynir að lifa af landsins gæðum. Það sem kallað er verksmiðjuveiðar hafa reyndar tíðkast og ég aðhyllist þær ekki, en það má ekki leggja líf þeirra sem lifa í nokkurri sátt við náttúruna í rúst nóg hafa inúítar á Grænlandi og í Kanada mátt þola þegar breytingar á lífsháttum þeirra hafa orðið vegna hugsunarleysis annarra.

Ég held að sumt fólk sé komið úr tengslum við náttúruna í leit sinni að því að vera náttúruverndarsinnar, alveg eins og um árið þegar fræg leikkona lét taka mynd af sér með uppstoppuðum kópi.


mbl.is Banna innflutning selaafurða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband