Er þetta betra fyrir umhverfið?

Ég er frekar hugsandi þessa stundina, því þegar ég skoða þessar sparperur finnst mér þær efnismeiri en gömlu glóðarperurnar. Það er því spurning hvort ekki sé verið að spara orku en auka mengun vegna þeirra efna sem notuð eru til að búa til perur. Spyr sá sem ekki veit.
mbl.is Sparperur lýsa víða leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sparperur endast 10 sinnum lengur svo bera þarf saman efnisnotkun í 10 glóperur á móti einni sparperu.

Helsti gallinn við sparperuna er að hún inniheldur kvikasilfur sem glóperurnar gera ekki. Þar sem rafmagn er framleitt með kolum verður kvikasilfurmengun af raforkuframleiðslunni. Sparperan vegur upp þennan ókost með því að nota minna rafmagn. Með því að skila perunni í endurvinnslu þegar hún hefur lokið hlutverki sínu er síðan alveg komið í veg fyrir kvikalilfurmengun.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Þú notar um 10 hefðbundnar ljósaperur á meðan þú notar eina sparperu. Sparperan eyðir um 1/5 af þeirri orku sem glópera notar.  Vissulega eru þessar tölur ekki algildar fyrir allar uppsetningar og þar sem oft er kveikt og slökt henta glóperur/halogenperur betur.  En 60 W glóperanotar um 55 W til hitamyndunar aðeins um 5W fara í að framleiða ljós. Þú finnur betri upplýsingar hjá peruframleiðendum og á Wikipedia.  Í dag er mengun af framleiðslu sparpera hverfandi.

Sigurður Sigurðarson, 12.12.2008 kl. 10:33

3 identicon

brotinn sparpera á heimili er efnaslys - lítið talað um það, ég vil ekki sjá þessar eiturbombur

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 19:11

4 identicon

Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að á móti hverri einni sparperu sem flutt er inn eru fluttar tíu glóðarperur - svo það er minni mengun af völdum flutninga á sparperum. Hinsvegar er kvikasilfursmengunin staðreynd - en það á líka við um hefðbundnar flúrperur í skólastofum og á vinnustöðum. Rétt meðhöndlun tryggir öryggi - rétt eins og með hnífa, eldspýtur o.s.frv. Hinsvegar er sá gállinn á þessu að ekki er hægt að dimma þær með einföldum hætti - svo rómantíska stemningin heima í stofu gæti breyst úr hálfbjörtum ljósum yfir í slökkt ljós og fleiri kerti. Spurning um eldhættu og koltvíoxíðsmengun. Maður spyr sig! ;)

Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband