6.1.2009 | 17:44
Þrettándinn
Í dag er þrettándinn, lokadagur jólanna. Ég er nú svoleiðis gerð að mér finnst gaman að skreyta hjá mér um jólin og vil hafa jólaskrautið sem lengst. Samt hef ég haldið mig við að ekkert jólaskraut eða jólatónlist er á mínu heimili fyrr en fyrsta dag í aðventu. Ég er svo að smábæta við fram að Þorláksmessu. En mér dettur ekki í hug að taka upp þann sið að byrja að rífa allt niður fyrir þrettándann eins og svo margir gera, jóladagarnir eru þrettán og það á að halda þá alla. Svo má skrautið smásaman fara ofan í kassa. Ef fólk vill ekki hafa skrautið uppi svona marga daga, og rífur það niður fyrir þrettándann getur það bara byrjað að skreyta seinna. Ég aftur á móti hef tekið upp erlenda siði í að skreyta snemma og held í íslenska siðinn að taka seint niður.
Gleðileg jól, þau eru ennþá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 09:08
Er þetta betra fyrir umhverfið?
Sparperur lýsa víða leiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 12:55
Íslensk, já takk
Þarna sannast það sem ég hef alltaf haldið fram, íslenskt kjöt er öruggast, það sem finnst í því er eitthvað sem við og líkami okkar þekkjum.
Ég hef lengi verið í vafa þegar ég hef keypt svínakjöt, leitað vel og lengi að merkingum hvort um íslenska vöru væri að ræða og oft hætt við vegna þess að ég hef ekki fengið staðfestinu á því hjá starfsmönnum þeirra verslana sem um ræðir hverju sinni. Ég þekki nokkuð til bænda af ýmsum stærðum og gerðum, sem eru með öll þau húsdýr sem fyrirfinnast á landinu og veit því að varúðarráðstafanir vegna hreinlætis og smithættu í svínabúum er til mikils sóma.
Ég er ekki að segja þar með að írskir bændur standi sig ekki, en það er nú svo að það sem við þekkjum er það sem við getum tjáð okkur um, hitt eru bara getgátur.
Ég hef alltaf lifað eftir ráðinu Veljum íslenskt svo framarlega sem ég hef haft val.
Funda vegna írsks svínakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 19:31
Sendum þeim jólakort
Austlendingar þakka Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2008 | 17:12
Björgunarkall
Þyrla sótti rjúpnaskyttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 00:26
Frændur okkar Færeyingar
Mikið eru nú frændur okkar í Færeyjum elskulegir. Ég legg til að við veljum okkur einhverja Færeyinga og sendum jólakort með þökkum. Veit reyndar ekki alveg hvernig við ættum að velja þá, það hlýtur að vera til íbúatal eða símaskrá þar sem finna má nöfn og heimilisföng. Ef þó ekki væru nema 10% Íslendinga sem gerðu þetta ætti hver fjölskylda að fá að minnsta kosti eitt jólakort með þakklætiskveðju.
28.10.2008 | 18:50
Snjórinn farinn af stað
Mikið var nú gaman að ganga heim út vinnunni áðan, orðið myrkt og skafrenningur, ekta vetrartilfinning. Þá er nú gott að búa svo vel að eiga jakka úr ekta íslensku lambaskinni, vera með lopavettlinga og vita að heima er heitt. Jarðhitann geta þeir ekki tekið af okkur þessir í útlandinu, sérstaklega þegar eigendur hitaveitunnar eru íbúarnir í næstu húsum og ekki hætta á að þeir loki fyrir þó svo fari ef til vill að ég geti ekki greitt reikninginn.
Nú eru allir farnir að spara svo ég settist niður og leysti garnflækjur til að prjóna úr í stað þess að henda hrúgunni og kaupa nýtt. Þetta er einstaklega róandi starf, sit bara og hlusta á skemmtilegar hljóðbækur, núna er ég að hlusta á gamla uppfærslu á Skugga-Sveini sem ég fékk á bókasafni. Allt betra en að hlusta á úrvarpið. Hvet fólk til að fara á bókasafn og fá lánaðar bækur til að hlusta á.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 23:16
Fyrsti snjórinn
Gaman, gaman.
Það er alltaf gaman þegar fyrsti snjórinn kemur, sérstaklega þegar hann kemur í góðu veðri og er svona hentugur í snjóboltagerð og jafnvel í að gera snjókarla.
Reyndar fylgdi honum ansi mikil hálka, ég er ekki búin að skipta yfir í vetrardekkin, en þetta hafðist með því að keyra varlega. Mikið verð ég fegin að fá naglana undir, annað dugir ekki hér. Það verður bara að hafa það þó ég verði stöðvuð í Reykjavíkurhreppi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 23:02
Nýting á handavinnu
Nú er um að gera að taka fram alla handavinnuna sem aldrei hefur verið kláruð og gera úr henni jólagjafir. Ég var í kvöld ásamt öðrum myndarlegum konum að njóta rólegheitasamveru þar sem við saumuðum, prjónuðum, máluðum, gerðum jólakort og fleira, allt úr einhverju sem legið hefur um langan tíma óhreyft. Reyndar fengum við okkur líka köku og nammi, en einvörðungu til að ná upp orku í alla handavinnuna. Eitthvað var líka talað, en ekkert um kreppu og svoleiðis.
Reyndar á samstarfsmaður minn í miklum vandræðum núna þar sem við höfum verið beðin um að halda öllu krepputali frá nemendum. Hann er að reyna að finna nýtt orð til að kalla af bakkanum þegar hann er að kenna sund, nú getur hann ekki galað KREPPA þegar þau eiga að taka sundtökin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 19:24
Nýstofnað rafraus
Nú hef ég komið mér upp síðu fyrir rafraus eins og séra Pétur kallar það. Ég veit samt ekki hversu dugleg ég verð við að skrifa hér inn, lofa samt að gera minna af því en hann bróðir minn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)